Tuttugu ára afmæli Smára fagnað
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.08.2015
kl. 14.48
Ungmenna- og íþróttafélagið Smári átti 20 ára afmæli fyrr í sumar. Af því tilefni ætlar félagið að halda sumarhátíð á morgun, þriðjudaginn 18. ágúst, klukkan 16-18. Verður hátíðin á íþróttavellinum í Varmahlíð.
Margt skemmtilegt verður í boði, til dæmis candyfloss, hoppukastalar og fleira. Einnig verður hægt að kaupa boli og buff af félaginu og veitingar verða í boði, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.