Tindastóll-TV endurnýjar tækjakost

Skjámynd af vídeói Tindastóls TV
Skjámynd af vídeói Tindastóls TV

Tindastóll-TV stóð vaktina með glæsibrag síðasta vetur þegar hver einasti heimaleikur meistaraflokks Tindastóls í körfunni var sýndur í beinni útsendingu á Netinu auk margra útileikja. Nú er komið að því að endurnýja tæknibúnað og reyna að fjármagna verkefnið.

Á Fésbókarsíðu Tindastóls-TV segir að gott samstarf hafi náðst við fyrirtæki í firðinum til að fjármagna tækjakaup en einstaklingar hafi einnig sett sín lóð á vogarskálarnar. Þrátt fyrir það vantar ennþá töluvert uppá til að ná að fjármagna þetta, segir á síðunni.

Komið hafa upp hugmyndir um að rukka inn á hverja útsendingu fyrir sig en aðstandendur vilja frekar halda áfram að hafa þetta opið eins og verið hefur.

„Við erum ekki endilega biðja um stórar upphæðir hver króna telur. Síðast færsla sáu um 5000 manns og ef hver og einn setur 500kr í púkkið þá er þetta komið.“

Hægt er að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum með millifærslu á eftirfarandi reikning

0310-13-110427

Kt:061289-2329

Viggó Jónsson og gengið hans  kíkti á æfingu hjá Stólunum í vikunni með græjurnar og tók smá forskot á sæluna.

Æfing hjá Meistarflokk karla í Tindastól.

Við kíktum á æfingu með græjurnar og tókum smá forskot á sæluna.

Posted by Tindastóll-TV on 28. september 2016

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir