Tindastóll tekur á móti Dalvík/Reyni í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.07.2015
kl. 10.01
Strákarnir í mfl. Tindastóls í knattspyrnu taka á móti nágrönnum sínum í Dalvík/Reyni í 2. deild Íslandsmótsins kvöld kl. 20:00 og eru stuðningsmenn liðsins hvattir til þess að fjölmenna á völlinn. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og hvert stig mjög mikilvægt,“ segir á fésbókarsíðu knattspyrnudeildar Tindastóls.
Liðin tvö eru í botnsætum deildarinnar, Tindastóll í 11. sæti með sjö stig og Dalvík/Reynir í því 12. með fimm stig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.