Tímabundnar lokanir vegna Íslandsmótsins í rallý

Bílaklúbbur Skagafjarðar vill vekja athygli á að nokkrir vegir í Skagafirði verða lokaðir tímabundið á föstudag og laugardag, vegna keppni í þriðju umferð Íslandsmótsins í rallý. Lokunin er gerð með leyfi Vegagerðar og lögreglu.

Eftirfarandi leiðir verða lokaðar á neðangreindum tímum, dagana 24.-25. júlí.

Föstudagur 24. júlí:

Þverárfjall: lokað kl.18:15 – 18:55 og 19:15 – 19:55

Sauðárkrókshöfn: lokuð kl. 20:00 – 21:30

Laugardagur 25. júlí:

Mælifellsdalur: lokaður kl. 9:20 – 12:00

Vesturdalur: lokaður kl. 11:40 – 13:25

Nafir: lokaðar kl. 14:15 – 15:25

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir