Tillaga að fjölnota íþróttahúsi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.09.2015
kl. 10.02
Á síðasta fundi félags- og tómstundanefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerði Indriði Einarsson, sviðsstjóri, grein fyrir skýrslu starfshóps um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki.
Á fundinum var bókað að félags- og tómstundanefnd styddi tillögur starfshópsins um það sem í skýrslunni er kallað leið 1, límtréshús í stærðinni 75x55m og mælti nefndin með tillagan yrði tekin til frekari skoðunar. Erindinu var vísað til byggðarráðs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.