Þóranna Ósk í 6. sæti á Evrópukeppni landsliða
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.06.2015
kl. 20.40
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frá Sauðárkróki keppti ásamt íslenska frjálsíþróttalandsliðinu í 2. deild Evrópukeppni landsliða í Stara Zagora í Búlgaríu um sl. helgi. Þóranna Ósk keppti í hástökki kvenna þar sem hún hafnaði í 6. sæti.
Á fésbókarsíðu frjálsíþróttadeildar Tindastóls kemur fram að Þóranna Ósk hafi stokkið 160 sm, eins og tveir aðrir keppendur, þess er einnig getið að hún felldi naumlega 165 sm.
Ísland hlaut 156,5 stig í heildarstigakeppninni og lenti í 6. sæti en liðið vann sig upp úr 3. deild í fyrra með frábærum árangri í Tiblisi í Georgíu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.