Þóranna Ósk í 4.-5. sæti í hástökki
Frjálsíþróttakeppni fór fram á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í gær. Á meðal keppanda var Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir frá Sauðárkróki og keppti hún í hástökki.
Samkvæmt vef Smáþjóðaleikanna, Iceland2015.is, voru aðstæður á á Laugardalsvelli ágætar, skýjað og 10 stiga hiti með smá skúrum. Almennt gekk íslenskum keppendum vel.
Á Facebook-síðu frjálsíþrótta deildar Tindastóls segir að Þóranna Ósk hafi stökkið 1.65 sm og hafnað í 4.-5. sæti ásamt keppanda frá Luxemburg.
Úrslit voru eftirfarandi:
Sæti Árangur Nafn F.ár Land
1 1,80 Marija Vukovic 1992 MNE
2 1,77 Elodie Tshilumba 1998 LUX
3 1,68 Claudia Guri Moreno 1995 AND
4-5 1,65 Cathy Zimmer 1998 LUX
4-5 1,65 Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir 1996 ISL
6 1,65 Selma Líf Þórólfsdóttir 1998 ISL
7 1,50 Malory Malgherini 1995 MON
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.