„Þessar sekúndur í lokin eru þær lengstu í mínu lífi“
„Það var stórkostlegt, loksins loksins loksins!“ Þannig lýsir Guðný Guðmundsdóttir því hvernig var að vakna í morgun sem Íslandsmeistari en Króksarinn Guðný er eins og kunnugt er úr Þingeyjarsýslu en er gift Gunna Gests, formanni UMSS. Hún er einn af þessum máttarstólpum sem alltaf er hægt að stóla á þegar Stólarnir eru annars vegar.
Geturðu lýst gærkvöldinu? Gærkvöldið var eitt stórt ævintýri - ást- gleði -vinátta- samhugur ein stór fjölskylda.
Hvað er eftirminnilegast úr leiknum? „Eftirminnanlegast, úff, ég hreinlega man varla hvernig þetta var, á eftir að horfa á leikinn aftur í rólegheitum. En líklegast voru þessi þrjú vítaskot eitthvað það stórkostlegasta sem ég hef orðið vitni að. Drengurinn pollrólegur á línunni... en þessar sekúndur í lokin eru þær lengstu í mínu lífi.“
Var eitthvað stress? „Ég var alveg pollróleg yfir þessu öllu saman en Gunni er ekki alveg sammala, hann var alveg að fara á límingunum. Ég veit ekki alveg af hverju, þetta var öruggt allan tímann...“
Einhver skilaboð til Tindastólsmanna - leikmanna og stuðningsfólks? „Til hamingju við öll þetta er búið að vera stórkostlegt ævintýri. Yndislegt að fá að taka þátt í þessu með ykkur. Við getum ALLT saman!“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.