„Það eina sem ég hugsaði um var að klára þetta færi“
Feykir spurði Elísu Bríeti Björnsdóttur, Skagstrendinginn unga, nokkurra spurninga að loknum leik Tindastóls og Fylkis sem fram fór í dag en hún átti enn einn flotta leikinn og var t.d. valin maður leiksins á Fótbolti.net. Elísa Bríet gerði fyrsta mark leiksins og þar með fyrsta mark sitt í Bestu deildinni.
Hvernig tilfinning var að skora fyrsta markið í Bestu deildinni? Tilfinningin að skora fyrsta markið í Bestu deildinni var mjög góð. Við Birgitta tengdum vel saman og það eina sem ég hugsaði um var að klára þetta færi.
Hvernig fannst þér leikurinn, voru þetta sanngjörn úrslit? Mér fannst við standa okkur ótrúlega vel. Eftir góðan undirbúning fyrir leikinn vorum við tilbúnar að ná í 3 stig. Það stóðu sig allar mjög vel og við áttum allan daginn skilið að vinna. -
Hvernig er stemningin í hópnum? Stemningin í hópnum er geggjuð, liðsheildin er mikil, við erum einbeittar bæði á æfingum og í leikjum.
Næst er það leikur gegn Íslandsmeisturum Vals fyrir sunnan. Hvernig leggst sá leikur í þig? Leikurinn gegn Val leggst bara vel í mig, við undirbúum okkur fyrir þann leik eins og alla aðra og mætum tilbúnar til leiks á Hlíðarenda.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.