Team Tengill búnir að hjóla í sólarhring
Team tengill er rétt að nálgast Egilsstaði í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland. Liðið hefur nú verið á ferðinni í sólarhring en lagt var af stað í gærkvöldi kl. 19.
„Þetta er búið að ganga vonum framar. Við vorum óvart síðastir í byrjun en náðum fljótlega að vinna okkur upp um 16 lið og erum nú búnir að vinna okkur upp um 30,“ sögðu keppendur í Team Tengli í þegar Feykir sló á þráðinn til þeirra í dag.
Meðalhraði liðsins, þegar blaðamaður ræddi við keppendur, var um 28 km/klst og áætlað var þeir yrðu komnir til Egilsstaða um kvöldmataleytið og hefur sú áætlun staðist. Þeir sögðu reynsluboltana sem tekið hafa þátt í hjólreiðakeppninni segja að þá fari þreytan talsvert að segja til sín. Liðið er að mestu ósofið en ætlunin er að hvíla sig í nótt nótt.
Áætluð keppnislok eru á morgun kl. 16 en þá verða alls 1358 km að baki, sum liðin ljúka þó keppni á föstudag.
„Koma svo!“
Tengilsmenn minna á að tilgangur keppninnar er til að vekja athygli á og safna fé fyrir góðan málstað. Í ár er hjólað til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítalans á Kleppi.
„Þetta er sáraeinfalt, bara senda SMS á eftirfarandi númer með textanum 1024;
907 1501 fyrir 1.000 kall
907 1503 fyrir 3.000 kall
907 1505 fyrir 5.000 kall
907 1510 fyrir 10.000 kall. Koma svo!“ sögðu þeir.
Team Tengill hefur nú safnað 178.000 kr, einnig er hægt að heita á liðið, á þessari slóð. Hægt er að fylgjast með för liðsins á Facebook þar sem settar eru inn reglulegar stöðuuppfærslur. Liðið er einnig með Snap chat (tengillwowcykle) og hér fylgst með ferð liðanna á korti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.