Tap gegn Huginn á Hofsósvelli
Mfl. Tindastóls og Huginn kepptu sl. laugardag í 2. deild í knattspyrnu. Samkvæmt frétt á facebook síðu Stuðningsmanna knattspyrnuliðs Tindastóls lauk leiknum með sigri gestanna, 0-2, en leikurinn fór fram á Hofsósi við slæmar aðstæður.
Gestirnir skoruðu eftir einungis nokkrar mínútur og fljótlega missti Tindastóll mann af velli með rautt spjald.
„Eftir það var á brattann að sækja. Gestirnir skora síðan annað mark og þar við sat. Undir lok leiksins var markverði gestanna vikið af velli eftir brot á sóknarmanni Tindastóls. Þetta var þó ekki allt en þjálfara Tindastóls var einnig vísað af svæðinu undir lok leiksins,“ segir á síðunni.
Næsti leikur Tindastóls er nk. laugardag við KV í Reykjavík.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.