Tap á Seyðisfjarðarvelli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.07.2015
kl. 09.49
Lið Tindastóls í meistarflokki karla kíkti í heimsókn á Seyðifjörð sl. laugardag og spilaði leik gegn Huginn. Lokatölur leiksins voru 5-0 fyrir Huginn. Tindastóll situr í 9. sæti deildarinnar með 13 stig.
Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu og annað á þeirri 14. Staðan í hálfleik var þá 2-0 fyrir Huginn. Stólarnir komu sterkir inn í seinni hálfleik, en þó ekki sterkari en Huginsmenn því þeir komu með þrjú mörk í þeim síðari. Lokatölur voru því 5-0 fyrir Huginn, en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.