Tap á móti Leikni F

Lið Tindastóls í meistaraflokki karla kíktu í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina síðasta laugardag þar sem þeir mættu sterku liði Leiknis F. Lokatölur í leiknum voru 3-0 fyrir Leikni F. og Tindastóll situr í 8. sæti deildarinnar með 13 stig. 

Fyrri hálfleikur var mjög spennandi og bæði lið sóttu hart, enda til mikils að vinna, en engin mörk voru skoruð í þeim fyrri. Lið Leiknis kom talsvert sterkara til baka í seinni hálfleik og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínutur, eða á 47. mínútu. Annað markið kom svo á 56. mínútu og það þriðja á þeirri 80.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir