Tap á móti Fjarðabyggð

Lið Tindastóls í meistaradeild kvenna kíkti austur sl. föstudag og spilaði á móti liði Fjarðabyggðar. Lokatölur leiksins voru 3-0 fyrir heimaliðinu, en fyrsta mark leiksins kom strax á fjórðu mínútu. 

Það var Freyja Viðarsdóttir sem skoraði það, en hin tvö mörkin komu í seinni hálfleik. Snemma í leiknum skullu leikmaður Tindastóls, hún Snæbjört Pálsdóttir, og leikmaður Fjarðabyggðar saman og Snæbjört fékk ljótan skurð á hausinn og þurfti að sauma 5 spor. Leikmaður Fjarðabyggðar fékk heilahristing.

Tindastóll er í öðru sæti í deildinni og Fjarabyggð í því þriðja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir