Svipmyndir frá Vesturlandsmóti í boccia
Laugardaginn 30. maí var haldið Vesturlandsmót í boccia í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga. Mótið var í umsjón Félags eldri borgar í Húnaþingi vestra með dyggri aðstoð gamals Hvammstangabúa, Flemmings Jessen á Hvanneyri, sem annaðist undirbúning og var yfirdómari.
Mótið setti Eggert Karlsson varaformaður Feb. í Húnaþingi vestra og Guðmundur Haukur Sigurðsson var mótsstjóri.
Alls mættu 13 lið til leiks: 2 frá Akranesi, 2 úr Borgarbyggð, 2 úr Snæfellsbæ, 4 frá Stykkishólmi og 3 frá Húnaþingi vestra.
Sveit frá Akranesi Vesturlandsmeistarar
Vesturlandsmeistarar 2015 í boccia varð sveit frá Akranesi skipuð: Þorvaldi Valgarðssyni, Böðvari Jóhannessyni og Gunnari Guðjónssyni, í öðru sæti sveit úr Borgarbyggð skipuð: Þorbergi Egilssyni, Guðmundi Egilssyni, Guðmundi Bachmann, Ágústi Haraldssyni og Ragnari Ólafssyni og í þriðja sæti sveit frá Akranesi skipuð:Sigfríði Geirdal, Guðrúnu Sigurðardóttur og Gylfa Jónssyni.
Næsta Vesturlandsmót í boccia verður haldið í Snæfellsbæ í maí 2016. /GHS
Ljósmyndir/Anna Scheving.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.