Styrktarmót fyrir Önnu Karen á fimmtudag
Næsta fimmtudag 8. ágúst verður haldið styrktarmót fyrir Önnu Karen Hjartardóttir á golfvellinum á Króknum en hún er á leiðinni í háskóla í Bandaríkjunum eftir nokkra daga. Spilaðar verða niu holur og skráning er á golfboxinu. Einnig er hægt að hafa samband við golfskálann og láta skrá sig.
Ræst er út af öllum teigum kl.17. Þau sem ekki vilja taka þátt í mótinu er velkomið að koma og þiggja veitingar eftir kl.18:30. Mótsgjaldið er 2.500,- og er greitt í golfskálanum en þeir sem vilja styrkja en komast ekki í mótið geta lagt inn á reikning 0370-26-210505 kt. 210505-3340.
Anna Karen er dóttir Katrínar Gylfadóttur og Hjartar Geirmundssonar og hefur um langt árabil verið gríðarlega efnileg í golfinu og reyndar í körfunni líka. Hún mun stunda nám og golf við South Dakota State University og verður bæði á golf- og námsstyrk en eins og margir vita þá kostar skildinginn að stunda nám í Bandaríkjunum. Það er því um að gera að draga fram golfsettið og mæta til leiks.
Ekki skemmir fyrir að fjölskylda Önnu Karenar ætlar að bjóða upp á hlaðborð veitinga í lok móts.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.