Stólarnir lagðir á heimavelli

Meistaraflokkur karla tók á móti ÍR á Sauðárkróksvelli sl. laugardag og mætti segja að um „fyrsta“ heimaleik Stólanna var að ræða þar sem fyrri heimaleikir hafa ýmist farið fram á Hofsósi og Akureyri.

Úrslit urðu 2-0 fyrir ÍR-ingum. Fyrra markið skoraði Jón Gísli Ström á 38. mínútu en seinna mark ÍR-inga kom í seinni hálfleik, á 72. mínútu, og var það Guðfinnur Þórir Ómarsson sem setti boltann í netið.

Hart var barist í leiknum og fóru nokkur gul spjöld í loftið. Í liði Tindastóls fengu Arnar Skúli Atlason, Ragnar Þór Gunnarsson, Michael Christopher Bathurs og Konráð Freyr Sigurðsson áminningu. Konráð fékk annað spjald á 61. mínútu sem þýddi brottvísun. ÍR-ingurinn Már Viðarsson fékk einnig að líta gula spjaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir