Stofnaði Kraftlyfingadeild Kormáks

Á síðasta ári stofnaði Aðalsteinn Grétar Guðmundsson kraftlyftingadeild hjá UMF Kormáki á Hvammstanga. Var hún samþykkt hjá Kraftlyftingasamband Íslands (Kraft) þann 30. janúar á síðasta ári og síðan hefur Aðalsteinn unnið ötullega að því að auka ástundum þessarar keppnisgreinar á Hvammstanga.

Aðalsteinn flutti á Hvammstanga haustið 2012 en var áfram skráður í KFA þar sem engin kraftlyftingadeild var á Hvammstanga, á meðan stofnun hennar var í undirbúningi. Hann segist enn gera sér vonir um að fjölgi í hópnum þó að til þessa yfirleitt aðeins verið einn eða tveir keppendur frá Hvammstanga.

„Ég er alltaf að leita að fólki, en það virðist eitthvað feimið við að stíga fram og prófa að mæta á æfingu,“ sagði Aðalsteinn en umfjöllun um Kraftlyftingadeild Kormáks er í nýjum Feyki sem út kom í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir