Stóðu sig stórvel á Norðurlandsmóti

Annað mót Norðurlandsmótaraðarinnar fór fram á Arnarholtsvelli í Svarfaðardal hjá Golfklúbbnum Hamri Dalvík, sem fram fór sunnudaginn 5. júlí. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að keppendur frá GSS hafi hreppt fullt af verðlaunum og stóðu sig öll stórvel á mótinu.

Mótið er kynjaskipt að venju. Í byrjendaflokki sigraði Rebekka og Una Karen varð í 2. sæti. Þá varð Tómas í 2. sæti í byrjendaflokki einnig. Í flokki 12 ára og yngri sigraði Anna Karen og Reynir Bjarkan varð í 2.sæti einnig í sama flokki. Í flokki 14 ára og yngri sigraði Hildur Heba og Marianna varð í 3.sæti. Þá varð Hákon Ingi í 3.sæti í sama flokki. Þá fengu Gísli Kristjánsson og Hildur Heba Einarsdóttir nándarverðlaun. Öll úrslit er að finna á www.golf.is

Mótaröðin er fjögur mót. Það fyrsta var á Sauðárkróki, annað á Dalvík og þriðja verður á Ólafsfirði 26. júlí. Lokamótið verður síðan í september á Akureyri þar sem Norðurlandsmeistarar í hverjum flokki verða krýndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir