Stefanía Hermannsdóttir hreppti silfrið
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.07.2015
kl. 09.34
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram á Selfossi helgina 27.- 28. júní. Á vef Tindastóls segir að um 240 keppendur hafi verið skráðir til leiks, þar af fimm frá UMSS.
Stefanía Hermannsdóttir náði bestum árangri Skagfirðinga á mótinu, en hún varð í 2. sæti í spjótkasti í flokki 12 ára stúlkna, kastaði 24,13 m.
Heimamenn í HSK/Selfossi sigruðu með yfirburðum í stigakeppni mótsins, UFA varð í 2. sæti og FH í 3. sæti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.