Staða Stólanna þyngist í 2. deildinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.08.2015
kl. 17.11
Tindastólsmenn fóru enga frægðarför í Breiðholtið þar sem þeir mættu toppliði ÍR í 2. deildinni sl. föstudag. Lokatölur urðu 4-0 fyrir heimamenn og staða Tindastóls þyngdist talsvert þar sem önnur úrslit í umferðinni voru liðinu óhagstæð.
Heimamenn voru snöggir upp á lagið og voru komnir yfir eftir fjórar mínútur en staðan í hálfleik var 3-0. Í síðari hálfleik gerði síðan fyrrum fyrirliði Stólanna, Björn Anton Guðmundsson, eina markið og sendi kveðju heim á Krók.
Stólarnir eru í 10. sæti með 16 stig og óhagstæða markatölu. Næsti leikur er gegn Sindra á Króknum nk. laugardag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.