Spennandi Norðurlandamót í Solna um helgina

Norðurlandamót yngri landsliða, U16 og U18, í körfubolta fór fram í Solna í Svíþjóð um helgina. Tvær stúlkur af Norðurlandi vestra kepptu á mótinu, þær Linda Þórdís B. Róbertsdóttir frá Sauðárkróki í U18 kvenna og Dagbjört Dögg Karlsdóttir frá Reykjaskóla í Hrútafirði í U16 kvenna.

Stelpurnar í U18 koma heim með bronsið eftir hörkuleik við danska landsliðið í gær.  „Íslenska U18 lið kvenna gat tryggt sér gullið með sigri á Dönum í dag. Íslensku stúlkurnar hins vegar mættu ofjarli sínum í danska liðinu sem fóru með nokkuð þægilegan sigur af hólmi, 79-42. Stúlkunum okkar til hróss þá gáfust þær aldrei upp þó við mjög erfiðan andstæðing væri að etja,“ segir á Karfan.is.

Sylvía Rún Hálfdánardóttir leiddi íslenska liðið með 10 stig. Næst á eftir henni kom Linda Þórdís Róbertsdóttir, leikmaður Tindastóls, með 8. Þá var Linda Þórdís valin maður leiksins í leiknum á móti Finnum.

U16 liðið, með Dagbjörtu Dögg innan sinna raða, hafnaði í fimmta sæti. Aftur á móti gjörsigruðu þær kvöldvöku NM 2015 þar sem keppt var um besta atriðið.

https://youtu.be/42eHTagDNag

Nánari umfjöllun, auk mynda og myndskeiða, af mótinu má finna á Karfan.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir