Snjólaug Íslandsmeistari í Skeet

Íslandsmeistaramótið í Skeet og Norrænu trappi var haldið um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Góð þátttaka var á mótinu og þarna voru allar bestu skyttur landsins samankomnar. Snjólaug M. Jónsdóttir, skotíþróttakona og formaður Skotfélagsins Markviss, varð Íslandsmeistari í kvennaflokki og endurheimti þar með Íslandsmeistaratitil sinn.

Í öðru sæti varð Helga Jóhannsdóttir, SÍH og í því þriðja Dagný Hinriksdóttir, SR. Það var aðeins ein dúfa sem skildi á milli Helgu og Snjólaugar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir