Skotvopnanámskeið haldið á ný í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.09.2016
kl. 16.13
Formaður skotfélagsins Ósmann, Jón Pálmason, leiðbeinir tilvonandi leyfishöfum um meðferð skotvopna. Mynd: PF
Um síðustu helgi hélt skotfélagið Ósmann skotvopnanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar og er það í fyrsta skiptið í nokkurn tíma sem slíkt námskeið hefur verið haldið á Sauðárkróki. Eftir námskeiðið hafa þátttakendur aflað sér réttinda til notkunar á skotvopnum, svokölluð A- réttindi.
Til að fá réttindi til veiða þarf að taka annað námskeið, veiðikortanámskeið og stefna skotfélagsmenn á að koma því á í kjölfarið. „Þetta er hlutur sem við erum búnir að reyna að koma hingað síðustu ár svo fólk þurfi ekki að fara annað til að ná þessum réttindum,“ segir Garðar Páll Jónsson stjórnarmaður félagsins. Að sögn Garðars er farið að dreifa þessum námskeiðum meira um landið og því um að gera að ná þessu inn á svæðið. Þátttaka var enda góð en alls sóttu 15 manns námskeiðið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.