Skagfirðingar á Smáþjóðaleikunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
29.05.2015
kl. 10.02
Tveir Skagfirðingar hafa verið valdir til að keppa með íslenska liðinu á Smáþjóðaleikunum sem fara fram í Reykjavík dagana 1.- 6. júní, það eru Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Á heimasíðu Tindastóls segir að keppt verður í ellefu greinum íþrótta. Í frjálsíþróttakeppninni verða fulltrúar níu landa, það eru auk Íslands, Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Luxemborg, Malta, Monakó, San Marínó og Svartfjallaland.
Jóhann Björn keppir í 100m hlaupi og boðhlaupum og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í hástökki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.