Sigur og jafntefli hjá Stólastúlkum um helgina

Kvennalið Meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu lék tvo leiki í 1. deild um helgina, annars vegar við Einherja á föstudaginn sem endaði með jafntefli. Hins vegar á móti Hött Egilsstöðum í gær en Stólastúlkur komu sigursælar heim af þeim leik.

Leikurinn við Einherja fór fram í Boganum Akureyri. Það var Kolbrún Ósk Hjaltadóttir sem skoraði fyrir Tindastól á 18. mínútu en Karen Ósk Svansdóttir jafnaði fyrir Einherja á 33. mínútu, úrslit urðu 1-1.

Stólastúlkur héldu svo til Egilsstaða í gær þar sem þær léku á móti Hetti. Fyrsta mark leiksins átti leikmaður Hattar, Jasmine Trundle, sem skoraði á 32. mínútu leiksins og á 38. mínútu skoraði samherji hennar, Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttur, annað mark leiksins - staðan var því 2-0 fyrir Hött í hálfleik. Eftir hálfleik fór svo sannarlega að síga á ógæfuhliðina hjá heimaliðinu.

Á 70. mínútu kom fyrsta sjálfsmark Hattar en sex mínútum síðar skoraði Guðrún Jenný Ágústsdóttir fyrir Tindastól. Sigur Stólastúlkna var svo innsiglaður á 80. mínútu leiksins með öðru sjálfsmarki Hattar. Loka tölur 3-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir