Sigur gegn Sindra á Sauðárkróksvelli

Leiktímabilið fer vel af stað hjá Stólastúlkum en þær sigruðu lið Sindra á Sauðárkróksvelli í gær, 3-0. Með sigrinum skaust liðið, sem leikur í 1. deild, því í efsta sæti C-riðils.

Leikurinn var markalaus í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik færðist fjör í leikinn. Fyrsta mark Stólastúlkna kom á 56. mínútu þegar Hrafnhildur Björnsdóttir setti boltann í netið. Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir skoraði á 64. mínútu og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir skoraði þriðja markið á lokamínútum leiksins, á 79. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir