Síðasti heimaleikur strákanna

Stólarnir fagna sæti í 2. deild.  MYND: ÓAB
Stólarnir fagna sæti í 2. deild. MYND: ÓAB

Tindastóll spilar síðasta heimaleik sinn í 3. deild karla laugardaginn 3. september og hefst leikurinn kl. 14:00. Með sigri tryggja Stólarnir sér toppsætið í deildinni og því mikið í húfi. Það er Vopnfirðingarnir í Einherja sem mæta á Krókinn og eru örugglega til í að spilla sigurgöngu strákanna.

Árangur Tindastóls í sumar hefur verið glæsilegur eins og fjórtán sigurleikir í röð sýna og sanna. Liðið hefur á löngum köflum sýnt góðan leik en upp á síðkastið hafa leikir verið að vinnast með naumindum. Sóknarleikur liðsins hefur verið ágætur en vörnin hefur hreinlega verið frábær og liðið aðeins fengið á sig fimm mörk í síðustu fjórtán leikjum! Sem er auðvitað alveg mögnuð frammistaða og augljóslega mikil sannindi í því að vörn vinni titla. Það er sennilega ekki á nokkurn hallað þegar sagt er að Bjarki Már og Fannar Kolbeins hafa verið mikilvægustu hlekkirnir í liði Stólanna í sumar og hreinlega osom.

Það er því um að gera að skella sér á leik og styðja Stólana til fimmtánda sigursins í röð. Það er frítt á völlinn, sól og blíða í kortunum, þannig að þetta er borðleggjandi dæmi. Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir