Pálmi Geir til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Pálmi Geir Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Pálmi Geir leiki með liði Tindastóls næstu 3 árin. Á síðustu leiktíð lék Pálmi með liði Breiðabliks og skipti svo yfir í úrvaldsdeidarlið ÍR áður en leikmannagluggin lokaði eftir áramót. Samkvæmt Stefáni Jónssyni, formanni stjórnar Kkd, lýsir stjórnin yfir mikilli ánægju með að vera komin með Pálma Geir heim í lið Tindastóls á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir