Opinn dagur á Hlíðarenda

Barna og unglinganefnd Golfklúbbs Sauðárkróks stendur fyrir opnum degi á Hlíðarenda í dag fimmtudaginn 4.júní kl. 17:30. Í fréttatilkynningu frá golfklúbbnum segir að ætlunin sé að hittast og fara saman yfir starfið í sumar, golfskólann og fleira.

„Golfkennarinn okkar Jón Þorsteinn Hjartarson verður á svæðinu og við ætlum að fara í létta golfleiki þar sem bæði börn og fullorðnir geta tekið þátt,“ segir í tilkynningunni.

Léttar veitingar verða í boði. Allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir