NLM open í skotfimi lokið
Það var feiknarmikið um að vera í menningar- og íþróttalífinu á Norðurlandi vestra um nýliðna helgi. Meðal viðburða var mótið NLM open í skotfimi sem haldið var á skotsvæði Ósmann í Skagafirði.
Heppnaðist það vel og veðrið lék við keppendur og mótsgesti, þrátt fyrir stöku skúr, vindhviðu og haglél, eins og segir á fésbókarsíðu Skotfélagsins Markviss.
Úrslit mótsins urðu eftirfarandi
B-flokkur
- Brynjar Þ Guðmundsson MAV
- Hörður Sigurðsson SÍH
- Helga Jóhannsdóttir SÍH
A-flokkur
- Grétar Mar Axelsson SA
- G. Bragi Magnússon SA
- Guðmann Jónasson MAV
Í fyrsta skipti í ár var krýndur Norðurlandsmeistari kvenna. Ekki var háð hörð barátta um titilinn þar sem að Snjólaug M Jónsdóttir MAV var eini kvenkyns keppandinn. Baráttan var hins vegar aðeins meiri í karlaflokk en fór svo að Grétar Mar Axelsson var hæstur að 5 hringjum loknum, G. Bragi Magnússon í öðru sæti og Guðmann Jónasson í þriðja sæti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.