Meistaramót Íslands í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálum íþróttum var haldið um helgina á Kópavogsvelli, og var þetta í 89. skipti sem mótið var haldið. Flottur hópur frá UMSS fór suður og náði frábærum árangri á mótinu, en gullverðlaun. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna, en hún stökk 1,63 m. 

Hún varð einni í 3. sæti í 100 m grindarhlaupi kvenna, og hljóp á tímanum 15,75 sek. Daníel Þórarinsson varð í 2. sæti í 200m hlaupi karla og hljóp á tímanum 22,54 sek. Ísak Óli Traustasson varð í 2. sæti í 110m grind karla og hljóp á 15,63 sek.
Boðhlaupssveit UMSS varð í 2. sæti í 4x100m boðhlaupi karla, en sveitin hljóp á tímanum 43,18 sek. Sveitina skipuðu þeir Sveinbjörn Óli, Ísak Óli, Daníel og Jóhann Björn. Aðrir keppendur UMSS þeir Vignir Gunnarsson Sveinbjörn Óli Svavarsson og Jónas Már Kristjánsson stóðu sig með ágætum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir