Meistaramót GSS 2015

Meistaramót GSS fór fram dagana 8. - 11. júlí. Alls voru 27 keppendur á mótinu en keppt var í sex flokkum. Víða var keppnin býsna hörð en þó sérstaklega í 1. flokki karla þar sem þurfti 3ja holu umspil um sigurinn og keppndinn í 3ja sæti varð höggi á eftir sigurvegaranum. Arnar Geir Hjartarson og Árný Lilja Árnadóttir urðu klúbbmeistarar, en gaman er að segja frá því að Arnar Geir varð klúbbmeistari í 3ja sinn og klúbbmeistaratitlar Árnýjar eru farnir að telja vel á annan tuginn. 

Heildarúrslit eru að finna hér. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir