Króksbrautarhlaup um helgina

Frá Króksbrautarhlaupi 2013
Frá Króksbrautarhlaupi 2013

Hið árlega Króksbrautarhlaup verður háð næstkomandi laugardag 17. september en þá er sprett úr spori á þjóðveginum milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og endað við sundlaug Sauðárkróks. Rúta fer frá sundlauginni klukkan 10:30 og keyrir að Glaumbæ og geta hlauparar valið sér vegalengd og farið út hvar sem er á þeirri leið.

Eins og venja er rennur allur ágóði hlaupsins til góðra málefna og í ár til tveggja einstaklinga þeirra Kolbrúnar Evu Pálsdóttur annars vegar og Hörpu Arnljótsdóttur hins vegar.

Að sögn Árna Stefánssonar skokkstjóra, kostar þúsundkall í rútuna en boðið verður upp á hressingu að hlaupi loknu og frítt í sund. Árni vill árétta að rútan fari aðeins eina ferð svo fólk er beðið um að mæta tímanlega. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir