Konur hlaupa saman á Hvammstanga
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
15.06.2015
kl. 18.07
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og sjötta sinn laugardaginn 13. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu en samkvæmt fréttatilkynningu er gert ráð fyrir að um 14.000 konur hafi tekið þátt á yfir 80 stöðum út um allt land og á um 16 stöðum í 10 löndum.
Hlaupið var þreytt í bjartviðrinu á Hvammstanga og var góð stemning í hópnum líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum en það skemmtilega við Kvennahlaupið er að þar koma saman konur á öllum aldri.
Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu.
Ljósmyndir tók Anna Scheving.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.