Konni með tvö í Mosfellsbænum í mögnuðum sigri

Tindastólsmenn hafa heldur betur rétt úr kútnum í 2. deildinni í síðustu leikjum og nú á laugardaginn gerðu strákarnir góða ferð í Mosfellsbæinn. Þar mættu þeir fyrir liði heimamanna í Aftureldinga, sem hafa verið í toppbaráttunni í deildinni, og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 1-2.

Konráð Freyr Sigurðsson (Konni) kom Stólunum yfir strax og á 5. mínútu og hann bætti um betur í upphafi síðari hálfleiks þegar hann kom sínum mönnum í 2-0 á 53. mínútu. Þorgeir Leó Gunnarsson lagaði stöðuna fyrir Aftureldingu á 90. mínútu en lengra komust heimamenn ekki gegn sprækum Stólum.

Eftir að hafa tapað fimm fyrstu leikjum sínum í 2. deildinni hafa Stólarnir komist á gott ról og  síðan aðeins tapað fyrir liði Ægis, sem var einstök óheppni, unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli. Tindastóll og Höttur eru 6.-7. sæti með 13 stig en þar fyrir neðan er þéttur pakki og falldraugurinn glottir við mörgum liðum. Næsti leikur Tindastóls er gegn Leikni Fáskrúðsfirði og fer fram á Búðagrund fyrir austan næstkomandi laugardag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir