Kaffi Króks Rallý hefst í dag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.07.2015
kl. 11.03
Í dag hefst hefst önnur umferð Íslandsmótsins í rallý og Bílaklúbbur Skagafjarðar stendur að rallinu með aðstoð góðra. Fyrsti bíll verður ræstur frá plani Skagfirðingabúðar kl. 18.00 í dag. Fyrsta sérleið verður Þverárfjall fram og til baka og svo endað með æsispennandi leið um Sauðárkrókshöfn sem verður rölluð tvisvar.
Fólk er hvatt til að koma og fylgjast með, en upplagt er að sitja í brekkunni fyrir ofan Kjarnann og fylgjast umferðunum tveimur um höfnina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.