Jón Þorsteinn Hjartarson starfar hjá Golfklúbbi Sauðárkróks í sumar
Golfklúbbur Sauðárkróks hefur ráðið til sín Jón Þorstein Hjartarson PGA golfkennara til að sjá um þjálfun hjá klúbbnum þetta sumarið en hann kemur til með að hafa yfirumsjón með öllu barna-og unglingastarfi, sem og afreksstarfi. Þá verður hann einnig með námskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna ásamt einkatímum.
Í fréttatilkynningu frá GSS segir að Jón Þorsteinn hefur mikla reynslu af þjálfun sem og barna-og unglingastarfi. Hann útskrifaðist úr Golfkennaraskóla Íslands vorið 2009. Hann var aðalkennari hjá GHR á Hellu 2008-2010, golfkennari hjá GF Flúðum 2008-2010. Umsjón með barna og unglingastarfi hjá báðum þessum klúbbum ásamt almennri kennslu. Undanfarin 4 ár hefur hann starfað hjá Golfklúbbi Reykjavíkur við afreksstarf barna og unglinga.
Jón Þorsteinn hefur störf þann 1. júní nk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.