Íslandsmeistarar í minnibolta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
30.05.2024
kl. 15.16
Meistararnir okkar! Frá vinstri: Bogi Sigurbjörnsson, þjálfari, Hólmar Thor Jónsson, Brynjar Morgan Brynjarsson, Patrekur Elí Magnússon, Guðni Bent Helgason, Sigurbjörn Darri Pétursson. MYND AF FACEBOOKSÍÐU KKD.
Það var stuð og stemmning á Akureyri sl. helgi þegar Tindastólsdrengirnir í minni bolta 11 ára kepptu á síðasta körfuboltamóti vetrarins í Glerárskóla. Strákarnir eru búnir að standa sig ótrúlega vel í allan vetur. Þeir hafa bætt sig jafnt og þétt bæði sem einstaklingar og sem lið og voru búnir að ná að halda sér í A-riðlinum síðustu þrjú fjölliðamót. Staðan fyrir þetta mót var því þannig að til að enda sem Íslandsmeistarar í sínum flokki þurftu þeir að vinna þrjá leiki af fimm sem og tókst hjá þeim. Ótrúlega flottur hópur sem við eigum vonandi eftir að sjá meira af í framtíðinni á parketinu.
Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.