Ísland mætir Serbíu í dag
Fyrsti leikur strákanna okkar í handboltalandsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi er í dag, þegar íslensku strákarnir mæta Serbíu og hefst leikurinn klukkan 17:00.
Fréttum sem blaðamaður Feykis las um fjölda Íslendinga í Olympiahalle bar ekki alveg saman, þar sem önnur fréttin býst við þrjú þúsund en hin við fjögur þúsund Íslendingum í glæsilegu keppnishöllinni í Munhen. Ljóst er að það er eitthvað á þessu bili. Sérsveitin, stuðningssveit HSÍ, er mætt til Munchen og ætla þau að tryggja að stemningin fyrir leik og á meðan á leik stendur verði frammúrskarandi. Fyrir okkur sem heima erum getum við fylgst með leiknum heima í stofu, því RÚV sýnir beint frá leiknum.
ÁFRAM ÍSLAND !!!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.