Hver er þín uppáhalds hreyfing? – Hreyfivika í næstu viku
Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.
UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu. Við verðum að horfa til þess að hver og einn finni sína leið til að huga að heilsunni. Við þurfum að koma þeim skilaboðum út í samfélagið að hreyfing er orð sem nær yfir margar fjölbreyttar frá morgni til kvölds. Hins vegar þarf hjartadælan okkar að fá að slá kröftuglega að minnsta kosti 30 mínútur á dag til að lengja líftíma sinn. Þessar 30 mínútur er hægt að uppfylla í lotum jafnt og þétt yfir daginn með þremur tíu mínútna lotum.
Kyrrseta er verst en rannsóknir sína að fjórir af hverjum fimm Evrópubúum uppfylli ekki ráðlagðan dagsskammt af hreyfingu. Kyrrseta hefur á nokkrum áratugum orðið einn af stærri áhættuþáttum fyrir ótímabærum dauða í Evrópu og stærri áhættuþáttur en reykingar. Við þurfum að snúa þessari þróun við og fá fleiri til að finna sína uppáhalds hreyfingu sem nærir líkama og sál. Virkur lífsstíl hefur umtalsverð áhrif á daglegt líf okkar og eykur lífsgæði til muna.
Víða um land eru félagar í Ungmennafélagshreyfingunni, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar farnir að huga að sinni Hreyfiviku og undirbúa dagskrá. UMFÍ hvetur alla sem áhuga hafa á því að halda viðburð og vera boðbera hreyfingar að kynna sér verkefnið betur á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is og hjá verkefnastjóra sem er Sabína Steinunn landsfulltrúi UMFÍ sabina@umfi.is
/fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.