Húnvetningar hvattir til að fjölmenna á setningu Landsmóts 50+

Húnvetningar eru hvattir til að fjölmenna á mótssetningu Landsmóts UMFÍ 50+ sem fer fram klukkan 20 í kvöld, föstudagskvöldið 26. júní í Félagsheimilinu Blönduósi.

Þar verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá, nokkur ávörp, tónlistaratriði, danssýning og svo mun fjörugur Zumba tími koma öllum í rétta gírinn. Á meðal þeirra sem flytja ávarp eru Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.

Þá verður keppt í línudansi á mótssetningunni og dansleikur haldinn til klukkan 23:30. Húnvetningar eru hvattir til að taka þátt í annarri dagskrá á mótinu og að flagga þjóðfánaum þessa helgina, sem og að taka vel á móti góðum gestum sem heimsækja héraðið um helgina. Dagskána má finna á vefnum Húnahorninu.

Þátttakendur á Landsmóti UMFÍ 50+ verða um 400 talsins og hefst keppni um hádegi á morgun og lýkur um miðjan dag á sunnudaginn. Keppt verður um allan bæ á Blönduósi og víðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir