Hinn síungi Darrel Lewis áfram hjá Tindastóli
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
26.05.2015
kl. 15.54
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur endurnýjað samninginn við hinn síunga leikmann, Darrel Keith Lewis, fyrir næsta leiktímabil. Lewis fór á kostum á síðasta leiktímabili og var m.a. valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar öll þrjú skiptin sem valið fór fram í vetur.
„Stjórn körfuknattleiksdeildar er hæstánægð með það að Lewis hefur endurnýjað samning sinn - hann er gríðarlegur fengur fyrir félagið,“ sagði Stefán Jónsson formaður í samtali við Feyki.
Stefán sagði spennandi tíma framundan á félaginu, næst verði allt gert til að Íslandsmeistaratitillinn komi á Krókinn.
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.