Heimaleikur hjá Stólastelpunum í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.08.2015
kl. 11.32
Meistaraflokkur Tindastóls í kvennaboltanum tekur á móti liði Einherja á Sauðárkróksvelli í kvöld. Leikurinn byrjar klukkan 18.30. Tindastóll spilar í C- riðli í 1. deildinni og sitja í öðru sæti með 14 stig. Einherji er í síðasta sæti í riðlinum, eða því 7. með 3 stig.
Fjölmennum á völlin og hvetjum stelpurnar til sigurs!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.