Heilsubót í Húnaþingi vestra
Dagana 8. - 12. júní eru allir íbúar Húnaþings vestra hvattir til að koma saman og hreyfa sig sér til skemmtunar og heilsubótar. Þessa daga verða skipulagðir viðburðir sem eru íbúum að kostnaðarlausu.
Ungmennaráð og stýrihópur um forvarnir hafa fengið einstaklinga til að leiða nokkrar greinar ásamt því að fá tvo aðila frá hjólafærni til að vera með fyrirlestur um samgönguhjólreiðar og ástandsskoðun á reiðhjólum.
Á morgun, þriðjudag, verður Dr. Bæk ástandsskoðun hjóla. Að því loknu verður fyrirlestur um samgönguhjólreiðar á vegum Hjólafærni. Hjólafærni verður einnig með námskeið þann dag þar sem kennd verða helstu atriði varðandi lagfæringar á reiðhjólum, hvernig skipta á um dekk, stillingar á stelli, keðjum, gírum og bremsum.
Á vefnum Norðanátt.is er sagt frá þessu og þar er einnig að finna nánara yfirlit yfir viðburði vikunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.