Frítt á síðasta leikinn í annarri deild karla

Meistaraflokkur karla 2015. Mynd: Davið Már Sigurðsson.
Meistaraflokkur karla 2015. Mynd: Davið Már Sigurðsson.

Síðasti fótboltaleikur ársins hjá meistaraflokki karla verður á laugardaginn, þegar Tindastóll tekur á móti Aftureldingu á Sauðárkróksvelli. Er þetta klárlega mikilvægasti leikur liðsins í langan tíma, en með hagstæðum úrslitum ná Stólarnir að halda sér í 2.deildinni. Liðið er nú í 10. sæti með 22 stig.

Frítt verður á völlinn og fá allir áhorfendur happdrættismiða og geta unnið 16“ pizzu frá Hard Wok. Leikmenn munu leiða unga knattspyrnuiðkendur inn á völlinn. Í hálfleik munu nokkrir áhorfendur reyna að hitta bolta í þverslá og inna til verðlauna. Silfurlið þriðja flokks kvenna mætir á völlinn. 

Staðan fyrir síðustu umferð er eftirfarandi:

9. sæti                  Njarðvík              23 stig -15

10. sæti                Tindastóll            22 stig – 15

11. sæti                Ægir                       21 stig – 12

12. sæti                Dalvík/Reynir    9 stig – 47

Leikir síðustu umferðar:

Tindastóll - Afturelding

Ægir - Njarðvík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir