Fótboltinn í 3. deildinni er áhugaverður, segir Uros Djuric

Uros spyrnir frá marki. MYND AF AÐDÁENDASÍÐU KORMÁKS/HVATAR
Uros spyrnir frá marki. MYND AF AÐDÁENDASÍÐU KORMÁKS/HVATAR

Nú á vordögum fékk lið Kormáks/Hvatar liðsstyrk þegar reyndur serbneskur leikmaður tók stöðu milli stanganna í marki Húnvetninga. Um var að ræða Uros Djuric, 29 ára gamlan fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu sem hefur spilað í sterkum deildum í Austur-Evrópu. Það hefur líka komið í ljós að hann kann ýmsilegt fyrir sér í markmannsstöðunni og kappinn því happafengur fyrir Húnvetninga.

Hann segist hafa verið búinn að vera í sex mánaða pásu frá fótbolta þegar vinur hans hringdi og bauð honum að koma til Íslands að spila fótbolta í íslensku 3. deildinni. Feykir plataði hann til að svara nokkrum spurn-ingum um lífið og tilveruna í húnvetnska boltanum.

Hvað hefur komið þér mest á óvart síðan þú komst á klakann? „Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands þá hefur veðrið komið mér mest á óvart.“

Hvernig er að vera hluti af liði Kormáks/Hvatar? „Það er mjög góður liðsandi hjá Kormáki/Hvöt og það er yndælt að vera hluti af þessu liði.“

Hvernig líst þér á fótboltann í íslensku 3. deildinni? „Fótboltinn í þessari deild er áhugaverður, ekki ofsa góður en heldur ekki svo slæmur.“

Hvar hefruðu verið að spila áður en þú komst til Íslands? „Ég hef spilað í Bestu deildinni í Serbíu og í 1. deildinni og einnig í Bestu deildinni í Norður Makedóníu og Bestu deild Albaníu.“

Hver er uppáhalds liðsfélagi þinn og fyndnastur í hópnum? „Siggi er uppáhalds leikmaðurinn minn,“ segir Uros og bætir við að hann sé mjög fínn náungi og hjálpi liðinu mikið. Uros virðist hafa kosið að svara ekki spurningu Feykis hvort rétt sé að Sigurður Bjarni fyrirliði sé bestur á æfingum og besti varnarmaður sem hann hafi spilað með.

Hefurðu eitthvað haft tíma til að skoða landið? „Nei, ég hef lítið getað ferðast um landið til að skoða ferðamannastaðina, aðeins komist til Reykjavíkur.“

Hvað gerirðu á Blöndósi annað æfa og spila fótbolta? „Ég byrja daginn á að fara í vinnuna hjá sveitarfélaginu, að lokinn vinnu þá fer ég á æfingu og afgangnum af deginum eyði ég heima með fjölskyldunni.“

Hvaða fótboltamaður hefur verið þín fyrirmynd í sportinu? „Ætli ég hafi ekki horft mest upp til Gianluigi Buffon – þarf ekki að útskýra það frekar.“

Hvað hefur verið erfiðast við veruna á Íslandi? „Kannski veðrið.“

Nokkur orð frá aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar

„Uros Djuric hefur reynst hvalreki fyrir Kormák/Hvöt í sumar og er, þegar þriðjungur móts hefur verið spilaður, búinn að stimpla sig inn sem besti markmaður í sögu klúbbsins

Í þau ófáu skipti sem liðið hefur fengið á sig viti í sumar þá er alveg hætt að fara um áhorfendur á bandi bleikra, þar sem hann ver þau næstum öll. Hann er fjall af manni og öðlingur í samskiptum, hefur sannarlega myndað grunninn að einni af bestu vörnum á Íslandi með Papa, Hlyn Rikk, Mateo og Alberto fyrir framan sig.

Aðdaendasiðan telur bara fimm lið á landsvísu sem hafa fengið færri mörk á sig miðað við spilaða leiki svo hér er ekki bara um að ræða huglægt mat Húnvetninga. Lykill að árangri knattspyrnuliða er að fá á sig fá mörk, og með Uros a milli stanganna eru aðdáendur Kormaks/Hvatar farnir að pússa bikaraáburðinn og rýma til í verðlaunaskápnum fyrir uppskeru haustsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir