Enn eitt tap Tindastóls

Karlalið Meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu átti leik við KV í 2. deild á KR vellinum í Reykjavík sl. laugardag. Liðið hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er leiktíðar og var þessi leikur ekki undanskilinn.

„KV var langt frá því að vera með gott lið og lék ekki vel. En nóg til þess að sigra Tindastól 4-0 og segir það allt um leik Tindastóls í þessum leik. Nú þarf eitthvað að fara að gerast fyrr en seinna því svona leik er ekki hægt að bjóða áhorfendum aftur,“ segir um leikinn á Stuðningsmannasíðu knattspyrnudeildar Tindastóls á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir