Nýir þjálfarar kynntir í yngri flokka starfi Tindastóls
Á Facebooksíðu Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls voru kynntir nýir þjálfarar fyrir veturinn 2024-2025. Allt eru þetta andlit sem Tindastólsaðdáendur þekkja vel og verður gaman að fylgjast með yngri flokkunum í vetur. Það sem kemur skemmtilega á óvart er að Kári Marísson er kominn aftur í þjálfarastöðuna. Hann mun halda utan um æfingar fyrir 1. - 4. bekk en áður vann Kári sem húsvörður í Árskóla og þekkir því þessa litlu körfuboltasnillinga mjög vel.
Kári Marísson mun þjálfa 1. - 4. bekk bæði stúlkna og drengja
Friðrik Hrafn Jóhannsson þjálfar 5. - 6. flokk drengja og 12. flokk drengja
Aníta Björk Sveinsdóttir þjálfar 5. - 6. flokk stúlkna
Benedikt Guðmundsson verður með 7. - 8. flokk drengja
Hlynur Freyr Einarsson verður með 7. - 10. flokk stúlkna
og að lokum mun Israel Martin þjálfa 9. - 10. flokk drengja
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.