Endurbætur á skotsvæði Markviss

Undanfarnar vikur hafa félagsmenn Skotfélagsins Markviss unnið hörðum höndum að endurbótum á skotsvæði félagsins. Búið er að tyrfa völlinn og nánasta umhverfi, leggja hellur, grafa niður staura og svo mætti lengi telja.

Undirbúningur fyrir Landsmót 50+ er langt kominn og standa vonir til að skotsvæði félagsins skarti sínu fegursta þann 26. júní næstkomandi þegar keppni í skotfimi fer fram. Enn frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar eftir Landsmót 50+ og er vonast við til að þeim verði að mestu lokið fyrir Landsmót STÍ sem fram fer á Blönduósi dagana 18.-19. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir